Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Vináttudagurinn

Vináttudagurinn

Vináttudagur gildisskáta

Um árabil hafa gildisskátar haldið hátíðlegan svokallaðan vináttudag. Þetta er alþjóðlegur dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim sem næst degi Sameinuðu þjóðanna 24. október. Alþjóðasamtök gildanna voru stofnað 25. október 1953. Dagurinn er helgaður vináttunni, bæði milli einstaklinga og þjóða og hefur verið fastur liður í starfi gildisskáta frá 1966.

  • 2021: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
  • 2020: St. Georgsgildið í Hveragerði
  • 2019: Skátagildin á Íslandi
  • 2018: Skátagildið Skýjaborgir
  • 2017: St. Georgsgildið Straumur
  • 2016: Skátagildið í Kópavogi
  • 2015: Skátagildið í Keflavík
  • 2014: St. Georgsgildið í Hveragerði
  • 2013: Skátagildin á Íslandi (Hveragerði)
  • 2012: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
  • 2011: St. Georgsgildið Straumur
  • 2010: St. Georgsgildið í Kópavogi
  • 2009: St. Georgsgildið í Keflavík
  • 2008: St. Georgsgildið í Hveragerði
  • 2007: St. Georgsgildin á Íslandi
  • 2006: St. Georgsgildið í Reykjavík 
 
 
 
 
 
2011: 
 



Sögustiklur

1966: Á Landsgildisstjórnarfundi 10. júní var rætt um að senda Jennu Jónsdóttur á þing St. Georgsgilda í Danmörku, en hún ætlaði á þjóðdansamót þar í landi. Einnig var ákveðið á þessum sama fundi að taka upp búning fyrir St. Georgsgildin, brúngrænar peysur. Panta átti nokkrar peysur og sýna þær á fundi í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði og senda síðan nokkrar til gildanna úti á landi.

Á Landsgildisstjórnarfundi 6.október kemur fram að ágóði af tesölu St. Georgsskáta á Landsmóti skáta 1966 á Hreðavatni hafi orðið 5.020 krónur. Landsgildið sá um móttöku gesta á Landsmótinu.

Á fundinum var einnig lagt fram bréf frá landsgildismeistara Noregs um að St. Georgsgildin í Noregi, Danmörku, Íslandi og Svíþjóð hafi fund saman, þar sem rætt yrði um nánara samband milli gildanna og skáta á ýmsum stöðum.

Landsgildismeistari, Eiríkur Jóhannesson, skýrði frá tillögu frá IFOFSAG um að halda hátíðlega 24. eða 25. október ár hvert, en 25. október er stofndagur IFOFSAG og Sameinuðu þjóðanna.

Á þessu ári reisir St. Georgsgildið í Hafnarfirði skála við Hvaleyrarvatn. Skálinn var síðar vígður 25. júní 1968 og nefndur Skátalundur.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36