Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home St. Georgsdagur
Georgsdagur

St. Georgsdagurinn

St. Georgsdagurinn er 23. apríl ár hvert

Það er því í fyllsta máta eðlilegt, að félagshreyfing sem kennir sig við heilagan Georg minni á tilveru sína og tilgang þann dag og skerpi þá ímynd sem St. Georg hefur í heimi riddaramennskunnar. St. Georgsdagur Skátagildanna er ekki rígbundinn við 23. apríl, en ávallt haldinn í nánd við þann dag, gjarnan sunnudaginn á undan eða eftir.

Sú skemmtilega hefð ríkir hér á Norðurlöndunum, að landsgildi þessara landa hafa séð um það til skiptis að fá einhverja ágætismenn þjóðar sinnar til að semja boðskap helgaðan þessum degi. Það þurfa þeir að gera tímanlega hverju sinni, svo að tími gefist til að senda hann til allra landsgildanna á Norðurlöndum í tæka tíð, bæði svo að hægt sé að þýða hann á tungumál viðkomandi þjóðar, þegar þess þarf með, og til þess að tækifæri gefist til að flytja hann á tilteknum stað á réttum tíma.

Við íslenskir gildisskátar höfum gjarnan komið saman í kirkju og komið þar boðskapnum til skila, en við höfum líka stundum gert það á gildisfundum eða í skátamessu á sumardaginn fyrsta.

Það segir kannski vel um gildi St. Georgsboðskaparins að sjá hverjir hafa skrifað hann síðustu 20 árin, þ. e. 1983 og síðan. Það eru engir aukvisar sem þar hafa lagst á árarnar.

Þeir eru:

  • 2005: Séra Heikki Karvosenoja, dómprófastur við Dómkirkju Uleå, Svíþjóð.
  • 2004: Carsten HP Johansen, formaður bandalags norskra skáta.
  • 2003: Séra Anita Esbjörn, Utby og Hörby, Danmörku.
  • 2002: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
  • 2001: Margareta Fromholz, landsgildismeistari í Svíþjóð.
  • 2000: Jukka Paarma. erkibiskup í Finnlandi.
  • 1999: Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs.
  • 1997: Einar Tjörvi Elíasson, varalandsgildismeistari á Íslandi.
  • 1994: Jan K. Svendsen, landsgildismeistari í Noregi.
  • 1993: Leif Bahn, fyrrverandi formaður danska skátaráðsins.
  • 1992: Eiður Guðnason, umhverfisráðherra á Íslandi.
  • 1991: Ingvar Carlson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
  • 1990: Matti Jaatinen, landsgildismeistari í Finnlandi.
  • 1989: Berit Johansen, landsgildismeistari í Noregi.
  • 1988: Poul Schlüter, forsætisráðherra Danmerkur.
  • 1987: Páll Gíslason, skátahöfðingi Íslands.
  • 1986: Lennert Johannsson, landsgildisstjórnarmaður í Svíþjóð.
  • 1985: Gunnar Fagerlund, gildismeistari í Helsingfors.
  • 1984: Odd Hopp, landsgildismeistari í Noregi.
  • 1983: Benedikta prinsessa, verndari St. Georgsgildisins í Danmörku.

Skátagildin skipta bróðurlega með sér umsjá St. Georgsdagsins.

  • 2021: Skátagildið í Kópavogi
  • 2020: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
  • 2019: St. Georgsgildið í Keflavík
  • 2018: St. Georgsgildið Straumur
  • 2017: Skátagildið Skýjaborgir
  • 2016: St. Georgsgildið í Hveragerði
  • 2015:
  • 2014: St. Georsgildið í Kópavogi
  • 2013: 
  • 2012: St. Georgsgildið í Keflavík.
  • 2011: St. Georgsgildið í Hafnarfirði.
  • 2010: St. Georgsgildið í Hveragerði.
  • 2009: Landsgildið.
  • 2008: St. Georgsgildið í Reykjavík.
  • 2007: St. Georgsgildið í Kópavogi.
  • 2006: St. Georgsgildið Straumur.
  • 2005: St. Georgsgildið í Keflavík.
 



Sögustiklur

1969: Stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði ákveður að safna frímerkjum hjá félagsmönnum og verja andvirði þeirra í Eþiópiusöfnun. Í framhaldi af því ákveður Landsgildisstjórn að safna frímerkjum og peningum hjá öllum gildunum til kaupa á teppum til Eþiópíusöfnunar gildanna á hinum Norðurlöndunum.

Hinn 16. mars tekur landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson þátt í fundi norrænu landsgildismeistaranna í Frederiksstad í Noregi. Hann var haldinn undir stjórn Tore Höye og var sá fyrsti, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt að næsta gildisþing Norðurlandanna yrði haldið á Íslandi næsta ár.

Fjórða þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta var haldið 31.maí í Keflavik. Landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson setti þingið og tilnefndi Þóri Kr. Þórðarson sem fundarstjóra og Nönnu Kaaber fundarritara.

Hans Jörgensson var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði, Björn Stefánsson Keflavík og Aðalsteinn Júlíusson Reykjavík. Vara menn í stjórn voru kosnir Edvard Frederiksen Reykjavík og Dúi Björnsson, Akureyri. Eftir þingið var farið í ökuferð um Nes að Garðskaga og Hvalsnesi undir leiðsögn Helga S. Jónssonar. Í Hvalsneskirkju var stutt helgistund eftir að saga hennar hafði verið rakin í stórum dráttum.

Á fundi Landsgildisstjórnar 4. júní er Edward Frederiksen skipaður fulltrúi Íslands í Eþíópíunefnd Norðurlanda og jafnframt farið þess á leit við hann að sitja Landsgildisstjórnarfundi.

Þetta ár er stofnað St. Georgsgildi á Selfossi.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36