Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Um Skátagildin

Skátagildin á Íslandi

Skátagildin á Íslandi eru regnhlífarsamtök skátagilda, félaga eldri skáta.

Markmið St. Georgsgildanna og skátagildanna er að gera að veruleika kjörorðið „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ með því:

  1. að vera tengiliður til eflingar milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta
  2. að brýna fyrir gildisskátum að vera hjálpsamir og nytsamir þjóðfélagsþegnar með sterka ábyrgðartilfinningu
  3. að útbreiða skátahugsjónina og veita skátahreyfingunni stuðning
  4. að flytja sannan skátaanda út í þjóðfélagið
  5. að treysta gott samband við Bandalag íslenskra skáta

Rétt til að sækja um inngöngu í samtökin hafa þau gildi sem starfa í anda St. Georgsgilda og skátagilda.

Gildisskátar geta þeir orðið, sem náð hafa 18 ára aldri, hafa verið skátar eða hafa áhuga á starfi skátahreyfingarinnar og hafa unnið gildisheitið.

Við inngöngu í gildi vinnur nýr félagi vinna svohljóðandi heit: 
„Ég lofa að leitast við að lifa lífi mínu í samræmi við hugsjónir skátahreyfingarinnar og markmið gildanna.“

Facebook síða gildisskáta er www.facebook.com/skatagildi

 

Sögustiklur

1970: Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í fyrsta skipti á Íslandi, nánar tiltekið 27. til 31. júlí. Þingið sóttu 110 gildisfélagar frá hinum Norðurlöndunum, 27 frá Noregi, 30 frá Danmörku, 38 frá Svíþjóð og 15 frá Finnlandi. Auk þeirra tóku allmargir íslenskir gildisfélagar þátt í þessu fyrsta Norðurlandaþingi hér á landi og sáu um allan undirbúning og framkvæmd þess. Þingið þótti með miklum glæsibrag og takast hið besta.