Sú hefð hefur skapast hjá Kópavogsgildinu að hafa póstaleik í samstarfi við skátafélagið á uppstigningardag. Að þessu sinni var sól og blískaparveður og mættu glaðir skátar með foreldrum sínum og öfum og ömmu og tóku þátt. Póstarnir voru að skátasið og þar má nefna hefðbundna pósta eins og skátadulmál, hnútapóst og fánaathöfn. Einnig voru óhefðbundnari póstar sem vöktu mikla lukku s.s. dýnuviðsnúningur og tunnu rúll. Að lokum var grillað ofan í mannskapinn og allir héldu glaðir heim eftir vel heppnaðan dag.

