Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Kópavogur

Póstaleikur á uppstigningardag

 Sú hefð hefur skapast hjá Kópavogsgildinu að hafa póstaleik í samstarfi við skátafélagið á uppstigningardag.  Að þessu sinni var sól og blískaparveður og mættu glaðir skátar með foreldrum sínum og öfum og ömmu og tóku þátt.  Póstarnir voru að skátasið og þar má nefna hefðbundna pósta eins og skátadulmál, hnútapóst og fánaathöfn.  Einnig voru óhefðbundnari póstar sem vöktu mikla lukku s.s. dýnuviðsnúningur og tunnu rúll.  Að lokum var grillað ofan í mannskapinn og allir héldu glaðir heim eftir vel heppnaðan dag. 

alt
alt
 

Kópavogsgildið

 Í Kópavogsgildinu eru nú 23 félagar.  Við höldum fundi þriðja fimmtudag í hverjum mánuði og höfum þá fræðslu og skemmtun í bland.  Við förum í gönguferðir fyrsta sunnudag í mánuði.

Við styðjum við starf skátafélagsins t.d. með því að elda í útilegum og mótum og aðstoðum við viðhald skátaheimilisins.  

 

 Sögustiklur

1969: Stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði ákveður að safna frímerkjum hjá félagsmönnum og verja andvirði þeirra í Eþiópiusöfnun. Í framhaldi af því ákveður Landsgildisstjórn að safna frímerkjum og peningum hjá öllum gildunum til kaupa á teppum til Eþiópíusöfnunar gildanna á hinum Norðurlöndunum.

Hinn 16. mars tekur landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson þátt í fundi norrænu landsgildismeistaranna í Frederiksstad í Noregi. Hann var haldinn undir stjórn Tore Höye og var sá fyrsti, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt að næsta gildisþing Norðurlandanna yrði haldið á Íslandi næsta ár.

Fjórða þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta var haldið 31.maí í Keflavik. Landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson setti þingið og tilnefndi Þóri Kr. Þórðarson sem fundarstjóra og Nönnu Kaaber fundarritara.

Hans Jörgensson var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði, Björn Stefánsson Keflavík og Aðalsteinn Júlíusson Reykjavík. Vara menn í stjórn voru kosnir Edvard Frederiksen Reykjavík og Dúi Björnsson, Akureyri. Eftir þingið var farið í ökuferð um Nes að Garðskaga og Hvalsnesi undir leiðsögn Helga S. Jónssonar. Í Hvalsneskirkju var stutt helgistund eftir að saga hennar hafði verið rakin í stórum dráttum.

Á fundi Landsgildisstjórnar 4. júní er Edward Frederiksen skipaður fulltrúi Íslands í Eþíópíunefnd Norðurlanda og jafnframt farið þess á leit við hann að sitja Landsgildisstjórnarfundi.

Þetta ár er stofnað St. Georgsgildi á Selfossi.