Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Kópavogur

Póstaleikur á uppstigningardag

 Sú hefð hefur skapast hjá Kópavogsgildinu að hafa póstaleik í samstarfi við skátafélagið á uppstigningardag.  Að þessu sinni var sól og blískaparveður og mættu glaðir skátar með foreldrum sínum og öfum og ömmu og tóku þátt.  Póstarnir voru að skátasið og þar má nefna hefðbundna pósta eins og skátadulmál, hnútapóst og fánaathöfn.  Einnig voru óhefðbundnari póstar sem vöktu mikla lukku s.s. dýnuviðsnúningur og tunnu rúll.  Að lokum var grillað ofan í mannskapinn og allir héldu glaðir heim eftir vel heppnaðan dag. 

alt
alt
 

Kópavogsgildið

 Í Kópavogsgildinu eru nú 23 félagar.  Við höldum fundi þriðja fimmtudag í hverjum mánuði og höfum þá fræðslu og skemmtun í bland.  Við förum í gönguferðir fyrsta sunnudag í mánuði.

Við styðjum við starf skátafélagsins t.d. með því að elda í útilegum og mótum og aðstoðum við viðhald skátaheimilisins.  

 

 



Sögustiklur

1967: Á fundi Landsgildisstjórnar 26. apríl er sagt frá því að minningarspjöld St. Georgsskáta séu tilbúin til sölu.

Laugardaginn 20. maí er 3.þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta haldið í skátaskálanum Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Landsgildismeistari bauð Eigil Mauritzen landsgildismeistara í Danmörku sérstaklega velkominn á þingið. Síðan tók Eigil Mauritzen til mál og flutti fróðlegt erindi um dönsku St. Georgsgildin. Hann afhenti í lok þingsins gildismerki á borða á fæti, gjöf frá Landsgildinu í Danmörku.

Hans Jörgensson var kosinn fundarstjóri þingsins og Kristinn Sigurðsson fundarritari.

Á þinginu voru mættir félagar úr gildunum á Akureyri, Reykjavík, Keflavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fram kom að í gildinu í Vestamannaeyjum hefur lögunum verið breytt þannig, að sér foringi er fyrir karla og sér fyrir konur "og hefur gefist vel".

Nokkrar lagabreytingar eru gerðar á þinginu m, a, þær, að skammstöfun Bandalags íslenskra St. Georgsskáta skyldi verða BÍSG í stað BÍG, og numið var úr lögunum að fulltrúi BÍS í Landsgildisstjórninni skyldi vera úr Reykjavík.

Landsgildisstjórnin var öll endurkjörin samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar svo og varastjórn.