Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home
Skátagildin á Íslandi

Skráning á Landsþingið hafið

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Það stefnir í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.

  • Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51
  • Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við Hvaleyrarvatn
  • Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði

Skráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí.

Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér.

Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,-

Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing.

Síðast uppfært: Laugardagur, 29. apríl 2017 23:35 Nánar...
 

Gildisskátaþing 13. maí í Hafnarfirði

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Hafnarfirði laugardaginn 13. maí nk.

Hafnarfjörður, ljósmynd: Guðni Gíslason

Þetta er 28. landsþingið og það er St. Georgsgildið í Hafnarfirði sem sér um þinghaldið. Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í þinginu sem er kjörinn staður til að hitta aðra gildisfélaga, skiptast á skoðunum um gildisstarfið og njóta þess að vera saman.

Boðið verður upp á skoðunarferð og móttöku í Skátalundi en þingdeginum lýkur með hátíðarkvöldvöku og kvöldverði.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar en gleymið ekki að taka daginn frá.

Síðast uppfært: Mánudagur, 16. janúar 2017 08:42
 

Vináttudagurinn á laugardaginn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vináttudagur skátagildanna verður í Keflavík á laugardaginn.  Dagskráin hefst í Duushúsi kl. 14 þar sem meðal annars stendur yfir sýningin Andlit bæjarins (sjá www.andlitbaejarins.com). Þaðan verður svo haldið í Skátaheimilið í Keflavík, Hringbraut 101, þar sem glæsilegt kaffihlaðborð verður að hætti Keflavíkurskáta.
Gildisboðskapurinn lesinn og vinátta og samkennd verða höfð að leiðarljósi ásamt hinum eina sanna skátaanda.
Verð fyrir kaffihlaðborðið verður 1.000 kr.

 

Vel heppnað landsþing Skátagildanna

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari.

Hrefna Hjálmarsdóttir og Þorvaldur J. Sigmarsson 

 Hrefna Hjálmarsdóttir fráfarandi landsgildismeistari og Þorvaldur J. Sigmarsson, nýkjörinn landsgildismeistari.

Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni.

Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf.

Síðast uppfært: Mánudagur, 11. maí 2015 10:16 Nánar...
 

Þing Skátagildanna 9. maí

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 9. maí nk. en það er St. Georgsgildið í Keflavík sem sér um þinghaldið.

Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og hægt er að velja um að taka þátt í öllu þinginu, eða aðeins þinghaldinu sjálfu, skoðunarferðinni um Reykjanes eða hátíðarkvöldvökunni og kvöldverðinum.

Þinggögn eru afhent kl. 9.15-10 en þingdagskrá hefst kl. 10.

Nánar...
 

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135


Síða 1 af 5

Sögustiklur

1959: Fyrsta íslenska St. Georgsgildið var stofnað í Reykjavík þetta ár. Það var nefnt St. Georgsgildið í Reykjavík og var fyrsti gildismeistari þess Daníel Gíslason. Varð þetta upphaf gildishreyfingarinnar hér á landi.

1962: Landsgildið var formlega stofnað þann 2. júní þetta ár. Fyrsti Landsgildismeistarinn var Dúi Björnsson, sem nú er látinn.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36