Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Skráning á Landsþingið hafið

Skráning á Landsþingið hafið

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Það stefnir í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.

  • Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51
  • Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við Hvaleyrarvatn
  • Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði

Skráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí.

Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér.

Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,-

Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing.

Greiða skal inn á bankareikning 0140-26-5836, kennitala: 680482-0399. Senda þarf staðfestingu úr netbanka á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

  • Þinggjald: kr. 3.500,- Innifalin hádegishressing og kaffi.
  • Skemmti- og fræðsluferð: kr. 1.500,- Hressing innifalin og rúta
  • Kvöldskemmtun og matur: kr. 6.500,-
Matseðill:
  • Koníaksbætt humarsúpa með rjómatoppi.
  • Sinnepskriddað lamafille með steiktu grænmeti, rósmarínsósu og kartöfluturni.
  • Volg súkkulaðikaka með jarðarberjasósu og vanilluís, kaffi.

Dagskrá:

  • 09.15   Þinggögn afhent. Morgunhressing.
  • 10.00   Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi.
  • 12.00   Léttur hádegisverður
  • 12.45   Framhald þingstarfa
  • 14.30   Þingslit
  • 15.00   Skemmti- og skoðunarferð, 1,5-2 tímar.
  • 19.30   Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður á Kænunni

 

  • Gildin eru hvött til að taka með fána sinn á fæti til að hafa á þingstað og á kvöldskemmtun.
  • Hvert gildi er hvatt til að koma með skemmtiatriði á kvöldskemmtunina
Við hlökkum mikið til að sjá sem flesta. Gestir velkomnir.

 

Síðast uppfært: Laugardagur, 29. apríl 2017 23:35  

Sögustiklur

1971: Fimmta landsþing St. Georgsskáta var haldið í Oddfellowshúsinu í Reykjavík 20, maí, uppstigningardag. Hans Jörgensson landsgildismeistari setti þingið og skipaði Albert Kristinsson fundarstjóra en Ragnheiði Kristinsdóttur fundarritara, bæði úr Hafnarfirði.

Á þessu þingi var lesið bréf þess efnis, að Borgargildið hefði verið lagt niður.

Tvær uppástungur komu fram um Landsgildismeistara og var Franch Michelsen kosinn Landsgildismeistari með 13 atkvæðum. Hrefna Tynes fékk 12 atkvæði. Aðrir í Landgildisstjórn voru kjörnir Aðalsteinn Júlíusson, Björn Stefánsson og Þorsteinn Magnússon. Varamenn í landsgildisstjórn voru kosin Guðmundur Ólafsson og Elsa Kristinsdóttir.

Að þinginu loknu, eftir kvöldmat, var ekið til Hafnarfjarðar og upp að Hvaleyrarvatni í Skátalund skála Hafnarfjarðargildisins þar. Í Skátalundi var dvalið góða stund og var þar boðið upp á öl og meðlæti. Svo var haldið aftur til Reykjavíkur í safnaðarheimili Langholtssóknar. Þar hófst svo kvöldvaka með spjalli, söng og gamanmálum, kaffi og indælum kökum.

Á Landsgildisstjórnarfundi 10. júní var rætt um fyrirhugað norrænt gildisþing í Noregi og Þorsteinn Magnússon, Jónas Sigurður Jónsson og Albert Kristinsson skipaðir í nefnd til að undirbúa ferð þangað.

Á þessum fundi var líka rætt um að hætta að gefa Bálið út sem hluta af Foringjanum en gera það að sérstöku blaði sem kæmi út þrisvar til fjórum sinnum á ári, fjórar síður hverju sinni, en væri samt áfram innan í Foringjanum sem sjálfstætt blað. Hrefna Tynes tók að sér að athuga með ritstjórn.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36