Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Vel heppnað landsþing Skátagildanna

Vel heppnað landsþing Skátagildanna

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari.

Hrefna Hjálmarsdóttir og Þorvaldur J. Sigmarsson 

 Hrefna Hjálmarsdóttir fráfarandi landsgildismeistari og Þorvaldur J. Sigmarsson, nýkjörinn landsgildismeistari.

Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni.

Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf.

Að þingstörfum loknum var farið í skemmtilega skoðunarferð um Reykjanesið og um kvöldið var hátíðarkvöldverður með söng, skemmtiatriðum og dansi. Næsta þing verður haldið í Hafnarfirði árið 2017.

Sjá má myndir fra þinginu, sem Guðni Gislason tók,  hér

Síðast uppfært: Mánudagur, 11. maí 2015 10:16  

Sögustiklur

1963: St. Georgsgildið í Hafnarfirði var stofnað 23. maí. St. Georgsgildið í Keflavík stofnað 27. maí. Bandalag íslenskra St. Georgsskáta, BÍG, stofnað 2. júní á Akureyri. Fundarstjóri var Sigurður Guðlaugsson, Akureyri og fundarritari Sigurbjörn Þórarinsson.

Fyrsta stjórn BGÍ. Dúi Björnsson, Akureyri, var kosinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Sigurður Guðlaugsson, Allý Þórólfsson og Kristján Hallgrímsson. Samkvæmt lögum skyldi BÍS tilnefna fimmta manninn í stjórnina. Var Franch Michelsen, Reykjavík, tilnefndur í stjórnina af BÍS. Í varastjórn voru kjörin Stefán B. Árnason og Karitas Melstað. Félagar úr St. Georgsgildunum á Akureyri og í Reykjavík sátu þetta stofnþing.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36